Fótbolti

Del Bosque: Ætlaði ekki að vera sigursæli þjálfarinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Del Bosque sýndi skemmtileg tilþrif á hliðarlínunni í kvöld.
Del Bosque sýndi skemmtileg tilþrif á hliðarlínunni í kvöld. Nordicphotos/Getty
Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, var hógværðin uppmáluð eins og venjulega í leikslok þrátt fyrir að Spánn hefði skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar á fleiri enn einn hátt.

„Að vinna þrjá titla í röð er því sem næst ómögulegt. Ég óska leikmönnunum til hamingju," sagði Del Bosque sem stýrði liði Spánverja til heimsmeistaratitils í Suður-Afríku fyrir tveimur árum.

„Ég vildi í raun ekki vera sigursæli þjálfarinn heldur leiðbeinandi þjálfarinn. Ég vil halda áfram að búa þá undir framtíðina," sagði Del Bosque í leikslok.

Del Bosque er einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari sögunnar. Hann stýrði Real Madrid tvívegis til sigurs í spænsku deildinni og sömuleiðis tvívegis í Meistaradeild Evrópu. Áður eru nefndir titlar hans með spænska landsliðið.

Þá vill oft gleymast sú staðreynd að Del Bosque lék með sigursælu liði Real Madrid á áttunda áratugnum sem vann deildina fimm sinnum og Konungsbikarinn fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×