Íslenski boltinn

Sigurganga Blika endaði í Árbænum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ernir
Breiðablik átti möguleika á því að vinna fjórða deildarsigur sinn í röð í Árbænum í Pepsi-deild karla í kvöld en Fylkismaðurinn Jóhann Þórhallsson kom inn á sem varamaður og tryggði sínum mönnum eitt stig.

Fylkismenn eru fyrir vikið aðeins einu stigi á eftir liðunum í 4. til 6. sæti sem eru lið ÍBV, ÍA og Breiðabliks.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fylkis og Breiðabliks á Fylkisvelli í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×