Fótbolti

Giggs fyrirliði Bretlands í sumar

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Giggs er sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann hefur meðal annars unnið deildarkeppnina tólf sinnum.
Giggs er sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann hefur meðal annars unnið deildarkeppnina tólf sinnum.
Ryan Giggs, leikmanni Manchester United og velska landsliðsins hefur verið úthlutuð fyrirliðastaðan í sameiginlegu liði Bretlands á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í sumar.

Þetta tilkynnti Stuart Pearce, þjálfari liðsins nú um helgina, en hann sagði að það hefði í rauninni aldrei verið spurning um hver yrði fyrirliði liðsins á leikunum.

„Hann hefur verið frábær atvinnumaður í mörg ár og var hann augljós kostur í fyrirliðastöðuna. Það bera allir virðingu fyrir honum í hópnum og hlakka ég til þess að vinna með honum," sagði Pearce.

Giggs sagði þetta var mikinn heiður og að hann hlakkaði til þess að takast á við verkefnið sem framundan væri.

„Það er mikill heiður að fá að vera partur af liðinu og hlakka ég mikið til þess að taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru margvíslegar skoðanir á mikilvægi leikanna en ég ætla persónulega að mæta þangað á fullum krafti og reyna að vinna mótið," sagði Giggs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×