Enski boltinn

Tilboði Chelsea í Schürrle hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Schürrle með Mesut Özil.
Schürrle með Mesut Özil. Nordic Photos / Getty Images
Evrópumeistarar Chelsea munu hafa boðið 20 milljónir evra í þýska landsliðsmanninn Andre Schürrle, en án árangurs.

Schürrle leikur með Leverkusen og þykir einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann á þegar sextán leiki að baki með þýska landsliðinu og var í EM-hópi liðsins í sumar.

„Við fengum mjög ákveðið tilboð frá Chelsea sem var upp á meira en 20 milljónir evra," sagði Wolfgang Holzhäuser, framkvæmdarstjóri Leverkusen.

„Þetta mál gekk á milli félaganna í nokkurn tíma en við kusum á endanum að halda Andre í okkar röðum."

„Hann er afar dýrmætur í okkar í augum og gerði okkur ljóst að hann vildi vera áfram hjá liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×