Redknapp: Má ekki vanmeta England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2012 09:15 Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM. Það hefur þó gengið á ýmsu í herbúðum enska landsliðsins - fyrir utan þjálfaraskiptin en Roy Hodgson var ráðinn fyrir aðeins 41 degi síðan. Rio Ferdinand var ekki valinn og Gary Cahill og Kyle Walker eru frá vegna meiðsla, sem og Gareth Barry og Frank Lampard. „Ég myndi ekki afskrifa okkur," sagði Redknapp við enska götublaðið The Sun. „Roy er með gott skipulag á liðinu og við erum með marga góða leikmenn. Markvörðurinn Joe Hart er mjög góður og Ashley Cole frábær vinstri bakvörður." „Ég á svo erfitt að ímynda mér að það sé til betra miðvarðapar en John Terry og Joleon Lescott. Það eru svo ekki heldur margir betri til í hægri bakvarðastöðuna en Glen Johnson." „Svo eru þeir Stevie Gerrard og Scott Parker fyrir framan þá en þeir eru báðir mjög kröftugir. Svo vantar smá töfra fram á við til að vinna leikina." „Því miður eru þeir Frank og Gareth Barry frá og því allt útlit fyrir að Scott Parker muni spila. Það er pottþétt að Gerrard verður á miðjunni." „Við erum því nægilega sterkir á miðjunni en það eina sem ég áhyggjur af þar er leikjaálagið," bætti Redknapp við. England mætir Frökkum í hörkuleik klukkan 16.00 í dag en búist er við því að Frakkar muni vinna D-riðill og að Englendingar berjist við Svía og Úkraínumenn um annað sætið. England mætir Svíþjóð næst og svo Úkraínu í lokaumferðinni en þá mun Wayne Rooney væntanlega spila sinn fyrsta leik á mótinu. Hann verður í banni í fyrstu tveimur leikjunum. „Fyrstu tveir leikirnir verða jafnir og gæti þess vegna lyktað með jafntefli. Svo kemur Rooney til baka og ég sé fyrir mér að við getum unnið síðasta leikinn." „Þýskaland og Spánn eru líklegust til að vinna mótið en það væri ekki vitlaust að setja seðil á England. Portúgal á líka séns." Óskastaðan fyrir Redknapp er vitanlega sú að England verði Evrópumeistari. „Þá helst eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik." Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM. Það hefur þó gengið á ýmsu í herbúðum enska landsliðsins - fyrir utan þjálfaraskiptin en Roy Hodgson var ráðinn fyrir aðeins 41 degi síðan. Rio Ferdinand var ekki valinn og Gary Cahill og Kyle Walker eru frá vegna meiðsla, sem og Gareth Barry og Frank Lampard. „Ég myndi ekki afskrifa okkur," sagði Redknapp við enska götublaðið The Sun. „Roy er með gott skipulag á liðinu og við erum með marga góða leikmenn. Markvörðurinn Joe Hart er mjög góður og Ashley Cole frábær vinstri bakvörður." „Ég á svo erfitt að ímynda mér að það sé til betra miðvarðapar en John Terry og Joleon Lescott. Það eru svo ekki heldur margir betri til í hægri bakvarðastöðuna en Glen Johnson." „Svo eru þeir Stevie Gerrard og Scott Parker fyrir framan þá en þeir eru báðir mjög kröftugir. Svo vantar smá töfra fram á við til að vinna leikina." „Því miður eru þeir Frank og Gareth Barry frá og því allt útlit fyrir að Scott Parker muni spila. Það er pottþétt að Gerrard verður á miðjunni." „Við erum því nægilega sterkir á miðjunni en það eina sem ég áhyggjur af þar er leikjaálagið," bætti Redknapp við. England mætir Frökkum í hörkuleik klukkan 16.00 í dag en búist er við því að Frakkar muni vinna D-riðill og að Englendingar berjist við Svía og Úkraínumenn um annað sætið. England mætir Svíþjóð næst og svo Úkraínu í lokaumferðinni en þá mun Wayne Rooney væntanlega spila sinn fyrsta leik á mótinu. Hann verður í banni í fyrstu tveimur leikjunum. „Fyrstu tveir leikirnir verða jafnir og gæti þess vegna lyktað með jafntefli. Svo kemur Rooney til baka og ég sé fyrir mér að við getum unnið síðasta leikinn." „Þýskaland og Spánn eru líklegust til að vinna mótið en það væri ekki vitlaust að setja seðil á England. Portúgal á líka séns." Óskastaðan fyrir Redknapp er vitanlega sú að England verði Evrópumeistari. „Þá helst eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik."
Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira