Fótbolti

Ronaldo: Sama þótt ég skori ekki ef Portúgal verður Evrópumeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo segist vera alveg sama um eigin frammistöðu á EM í Póllandi og Úkraínu ef liðinu tekst að standa uppi sem sigurvegari í lok mótsins.

Ronaldo fór illa með nokkur mjög góð færi í 3-2 sigrinum gegn Dönum í gær og hefur ekki enn náð að skora í keppninni.

„Ég myndi glaður samþykkja að skora ekkert mark ef það þýddi að Portúgal verði Evrópumeistari," sagði hann eftir leikinn í gær.

„Ég var kannski pirraður yfir því að hafa farið illa með þessi færi og hefði ég getað gert betur. En það mikilvægasta er að við eigum enn möguleika á að fara áfram. Við verðum að vinna næsta leik okkar," sagði hann en Portúgal mætir Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×