Enski boltinn

Redknapp: Yfirmönnum Spurs líkaði ekki vel við mig

Harry Redknapp er enn að reyna að komast yfir að hafa verið rekinn frá Tottenham í vikunni. Redknapp segir að yfirmönnum félagsins hafi líkað illa við hann.

Redknapp leynir því ekki að hann hafi viljað vera áfram hjá félaginu enda búinn að byggja upp lið sem gæti keppt um titilinn næsta ár.

"Ég ætla ekki að drepa mig út af þessu. Ég mun halda áfram með lífið í stað þess að grenja yfir þessu. Ég elskaði hverja mínútu sem ég var í vinnu hjá Spurs og sé ekki eftir neinu," sagði Redknapp.

"Ég er ekki reiður, bitur eða sár. Það er nefnilega lítið hægt að gera við því ef yfirmönnunum líkar ekki við mann. Ég verð að bera virðingu fyrir því. Það er ekkert sem ég get gert í slíku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×