Enski boltinn

Laudrup tekinn við Swansea

Michael Laudrup.
Michael Laudrup.
Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá er Swansea búið að ráða Danann Michael Laudrup sem stjóra félagsins í stað Brendan Rodgers sem fór til Liverpool.

Swansea er búið að vera í viðræðum við Laudrup í nokkurn tíma og nú er allt klappað og klárt eftir því sem Sky segir.

Margir líta á þetta sem góða ráðningu enda vill Laudrup láta sín lið spila fótbolta og er lítið fyrir kraftaboltann.

Swansea spilaði frábæran bolta undir stjórn Rodgers og stuðningsmenn vonast til þess að framhald verði á þeirri spilamennsku með Laudrup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×