Fótbolti

Huntelaar vill funda með landsliðsþjálfaranum

Það er órói í landsliðshópi Hollendinga þegar stutt er í EM. Framherjinn Klaas-Jan Huntelaar er allt annað en sáttur við að þurfa að sitja á bekknum.

Þjálfarinn Bert van Marwijk hefur valið Robin van Persie sem sinn aðalframherja og Huntelaar, sem skoraði 48 mörk í vetur með Schálke, er ekki kátur.

"Það er kannski ekki rétt að segja að ég sé reiður en ég hef ansi margar spurningar núna sem ég þarf að fá svör við," sagði Huntelaar.

"Það er ekki hægt að gera betur en ég gerði í vetur. Ég æfi vel og er með jákvætt viðhorf. Það er því erfitt að sætta sig við að fá ekki almennilegt tækifæri. Ég veit eiginlega ekki hvað ég þarf að gera til þess að verða aðalframherji Hollands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×