Sport

Bolt sigraði á næstbesta tíma ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bolt var glaðbeittur þegar hann kom í mark í kvöld.
Bolt var glaðbeittur þegar hann kom í mark í kvöld. Nordic Photos / AFP
Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á demantamótinu í Osló í kvöld en hann hljóp vegalengdina á 9,79 sekúndum - næstbesta tíma ársins.

Bolt var aðeins þremur hundraðshlutum úr sekúndu frá besta tíma ársins sem Bolt á sjálfur og náði á móti í Róm í lok síðasta mánaðar.

Landi hans frá Jamaíku, Asafa Powell, var þó aðeins hársbreidd á eftir honum á hinum sögufræga Bislett-leikvangi í Osló í kvöld og kom í mark á 9,85 sekúndum.

Heimsmet Bolt í greininni er 9,58 sekúndur og er orðið þriggja ára gamalt. Hann stefnir á að bæta það á Ólympíuleikunum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×