Fótbolti

Nasistakveðjur og gyðingahatur í EM-löndunum

Evrópumótið í knattspyrnu er handan við hornið en mótið verður haldið í Póllandi og Úkraínu. Sum þátttökulandanna hafa varað landa sína við því að ferðast á mótið og það ekki að ástæðulausu miðað við umfjöllun Panorama á BBC-sjónvarpsstöðinni.

Fréttamaður BBC eyddi mánuði í löndunum til þess að skoða fótboltamenninguna. Það sem hann komst að er sláandi.

Gyðingahatur, kynþáttaníð, ofbeldi og annað í þeim dúr viðgengst á knattspyrnuvöllum landanna án þess að knattspyrnusambönd landanna né UEFA taki alvarlega á málum.

Margir hafa gagnrýnt UEFA fyrir að halda mótið í þessum löndum á meðan ástandið í þeim er ekki betra en raun ber vitni.

Þær gagnrýnisraddir hafa ekki minnkað eftir þáttinn sem sjá má í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×