Fótbolti

Lampard meiddur | Ætlar ekki að hætta í landsliðinu

Meiðslavandræðum enska landsliðsins fyrir EM er ekki lokið en miðjumaðurinn Frank Lampard meiddist í gær. Jordan Henderson bíður á hliðarlínunni, tilbúinn að taka hans pláss ef Lampard getur ekki farið með á EM.

Lampard verður myndaður í dag og þá ætti að koma í ljós hversu illa hann er meiddur.

Hinn 33 ára gamli Lampard hefur ekki í hyggju að leggja landsliðsskóna á hilluna þó svo hann missi af þessu móti vegna meiðsla.

"Ég sé mig ekki hætta með landsliðinu á næstunni og þetta sumar er enginn svanasöngur hjá mér. Ég geri mér samt grein fyrir því að það styttist í endalokin," sagði Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×