Sport

Óðinn fær að keppa á Demantamótinu á Bislett

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson.
Óðinn Björn Þorsteinsson. Mynd/Stefán
Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður meðal keppanda á Demantamóti í Osló 7. júní næstkomandi en honum var boðið að keppa á mótinu sem fer fram á Bislett-leikvanginum. Óðinn er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í London.

Óðinn mun keppa við bestu kúluvarpara heims og þar á meðal eru Þjóðverjinn David Storl, núverandi heimsmeistari og Pólverjinn Tomas Majewski Póllandi, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Þetta er í fyrsta sinn sem Óðni er boðið á Demantamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Allar helstu íþróttastjörnur heims mæta til leiks á mótinu eins og sem dæmi spretthlauparinn Usian Bolt.

Þetta er mikill heiður fyrir Óðin og sýnir að hann er með allra bestu kúluvörpurum heims um þessar mundir. Helgi Þór Helgason þjálfari hans mun einnig vera með í för.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×