Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, hafi ítrekað lýst því yfir opinberlega á síðustu vikum að Man. Utd væri búið að vinna ensku deildina þá segir hann leikmenn liðsins aldrei hafa tapað trúnni.
Mancini lýsti því fyrst yfir að titillinn væri tapaður er City tapaði gegn Arsenal á Emirates-vellinum.
Í kjölfarið fór City í gang á nýjan leik en Man. Utd missti fótanna.
"Þessi staða sem kom upp tók alla pressu af okkur. Það var gott. Við spiluðum tvo eða þrjá leiki algjörlega pressulausir. Við höfðum alltaf trú á að þetta væri hægt, jafnvel þó svo við værum átta stigum á eftir United," sagði Mancini.
Mancini: Við töpuðum aldrei trúnni

Mest lesið





Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti


Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn