Ásmundur: "Hreinlega skil ekki hvað gerðist" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2012 23:21 Garður Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum. „Þessar hótanir eru bara eitthvað rugl sem enginn í okkar hópi kannast við," segir Ásmundur. Aðspurður um ástæður uppsagnarinnar segir Ásmundur augljóst að nýr meirihluti í Garði hafi viljað losa sig við sitjandi bæjarstjóra. „Kolfinna gekk til liðs við minnihlutann," segir Ásmundur. „Henni hefur greinilega verið í nöp við bæjarstjórann." Þá segir Ásmundur að uppsögnin hafi komið honum á óvart en hann las upphaflega um það á netinu að til stæði að segja honum upp. Hann segir að samstarf sitt og Kolfinnu hafi verið árangursríkt. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Við ræddum saman eftir bæjarstjórnarfundinn í kvöld. Þar sagði hún mér að ég hefði átt að finna það á mér að þetta færi svona," segir Ásmundur.Ásmundur Friðriksson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.Talið er að skólamál liggi til grundvallar valdaskiptunum í Garði. Í skýrslu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét vinna um Gerðaskóla kemur meðal annars fram að pólitískar deilur hafi haft neikvæð áhrif á skólastarfið. „Kolfinna situr nú í skólanefnd þar sem fjallað er um þessi mál," segir Ásmundur. „Og af þeim 21 fundi sem haldinn hefur verið í nefndinni hefur hún aldrei verið með bókanir eða lýst yfir andstöðu við það sem við höfum verið að gera þar." „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. En þetta er búið og gert. Það er búið að reka mig úr vinnunni og þessi fíla bæjarfulltrúa mun kosta bæinn mikið." Tengdar fréttir Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44 Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11 Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum. „Þessar hótanir eru bara eitthvað rugl sem enginn í okkar hópi kannast við," segir Ásmundur. Aðspurður um ástæður uppsagnarinnar segir Ásmundur augljóst að nýr meirihluti í Garði hafi viljað losa sig við sitjandi bæjarstjóra. „Kolfinna gekk til liðs við minnihlutann," segir Ásmundur. „Henni hefur greinilega verið í nöp við bæjarstjórann." Þá segir Ásmundur að uppsögnin hafi komið honum á óvart en hann las upphaflega um það á netinu að til stæði að segja honum upp. Hann segir að samstarf sitt og Kolfinnu hafi verið árangursríkt. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Við ræddum saman eftir bæjarstjórnarfundinn í kvöld. Þar sagði hún mér að ég hefði átt að finna það á mér að þetta færi svona," segir Ásmundur.Ásmundur Friðriksson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.Talið er að skólamál liggi til grundvallar valdaskiptunum í Garði. Í skýrslu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét vinna um Gerðaskóla kemur meðal annars fram að pólitískar deilur hafi haft neikvæð áhrif á skólastarfið. „Kolfinna situr nú í skólanefnd þar sem fjallað er um þessi mál," segir Ásmundur. „Og af þeim 21 fundi sem haldinn hefur verið í nefndinni hefur hún aldrei verið með bókanir eða lýst yfir andstöðu við það sem við höfum verið að gera þar." „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. En þetta er búið og gert. Það er búið að reka mig úr vinnunni og þessi fíla bæjarfulltrúa mun kosta bæinn mikið."
Tengdar fréttir Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44 Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11 Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44
Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11
Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37