Enski boltinn

Guardiola efstur á óskalista Liverpool - margir koma til greina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/AP
Guardian hefur tekið saman frétt um stöðu mála í stjóraleit eigenda Liverpool en þeir eru á fullu í að finna eftirmann Kenny Dalglish sem var rekinn á miðvikudaginn.

Samkvæmt heimildum Guardian þá hafa eigendurnir sett saman óskalista og efstu maður á honum er enginn annar en Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari Barcelona. Fabio Capello kemur þar skammt á eftir en Liverpool er einnig búið að fá leyfi frá Wigan um að ræða við Roberto Martínez. Guardiola hefur alltaf sagt að hann ætli að taka sér frí og Capello er spenntastur fyrir Chelsea.

Brendan Rodgers hjá Swansea og André Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea, eru einnig á óskalistanum. Swansea er ekki búið að gefa grænt ljós á fund Liverpool-manna með Rodgers en gera það væntanlega fljótlega.

John W Henry, aðaleigandi Liverpool og stjórnarformaðurinn Tom Werner stýra stjóraleitinni og eru sagðir ætla að ræða við marga menn áður en þeir taka ákvörðun. Jürgen Klopp hjá Dortmund og Didier Deschamp hjá Marseille eru einnig inn í myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×