Chelsea bikarmeistari eftir sigur á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2012 08:38 Nordic Photos / Getty Images Chelsea er enskur bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. Ramires og Didier Drogba skoruðu mörk þeirra bláu í dag. Chelsea var miklu betri aðilinn fyrstu 60 mínútur leiksins og komst í 2-0 forystu. Þá ákvað Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, að setja Andy Carroll inn á og breytti hann öllu fyrir Liverpool. Carroll skoraði á 64. mínútu og var ótrúlega nálægt því að jafna metin þegar hann skallaði að marki um tíu mínútum fyrir leikslok. En markvörðurinn Petr Cech varði ótrúlega og sá til þess að Chelsea náði að hanga á forystunni og vinna leikinn. Gengi Chelsea hefur verið með ólíkindum eftir að Roberto Di Matteo tók við Andre Villas-Boas í byrjun mars. Chelsea varð bikarmeistari í dag og getur bætt Meistaradeildartitlinum í safnið vinni liðið Bayern München í úrslitaleiknum síðar í mánuðinum. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu slakir leikmenn Liverpool voru þangað til að Carroll kom inn á. Jay Spearing var í byrjunarliðinu og gerði sig sekan um mistök í báðum mörkum Chelsea - en þess ber að geta að fleiri gerðu mistök í varnarleik Liverpool í dag. Liverpool hefur aðeins unnið tvo af átta síðustu deildarleikjum sínum og er í áttunda sæti deildarinnar. Liðið vann enska deildabikarinn fyrr í vetur sem er þó lítil sárabót eftir frammistöðuna lengst af í dag. Chelsea varð í dag bikarmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins og í fjórða sinn á síðustu sex tímabilum. Didier Drogba komst svo í sögubækurnar en hann er eini maðurinn sem hefur skorað í fjórum bikarúrslitaleikjum í Englandi.Leiknum var lýst beint á Vísi:18.07: Liverpool nær ekki að koma sér í færi í uppbótartíma og leiknum lýkur því með 2-1 sigri Chelsea. Þeir fagna vel og innilega eins og eðlilegt er. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Roberto Di Matteo knattspyrnustjóra.18.02: Venjulegur leiktími liðinn og fimm mínútum bætt við. Gerrard átti skot úr aukaspyrnu af hættulegum stað en í vegginn. Juan Mata tekinn af velli og Florent Malouda kemur inn.17.54: Ja, hérna. Carroll með fastan skalla að marki eftir sendingu Suarez en Cech varði ótrúlega á línunni, í slána og út. Carroll og Suarez fögnuðu og töldu að boltinn hafi farið yfir línuna. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að boltinn fór ekki allur yfir línuna. En það munaði afar, afar litlu.17.52: Tíu mínutur eftir. Liverpool meira með boltann og sækir af fremsta megni. Meireles kominn inn á hjá Chelsea fyrir Ramires til að þétta miðjuna og þá er Dirk Kuyt kominn inn á fyrir Craig Bellamy.17.45: Meira líf í Liverpool. Suarez nær skoti sem ratar að marki en Cech er vandanum vaxinn.17.36 - Carroll skorar: Maðurinn með taglið er ekki lengi að láta til sín taka. Jose Bosingwa reyndi að hreinsa boltann af marki en hann barst inn í teig þar sem Carroll var mættur. Hann hélt ró sinni, kom sér í skotfæri og skoraði með flottu skoti. 25 mínútur eftir af leiknum og vonandi verða þær spennandi.17.28: Drogba elskar að spila á Wembley. Þetta var hans áttunda mark í átta leikjum á þessum fræga leikvangi og hefur hann nú skorað í fjórum úrslitaleikjum ensku bikarkeppnnar - sem er met.17.26: Spearing er tekinn af velli sem kemur afskaplega fáum á óvart. Andy Carroll kemur inn í hans stað og spurning hvort að sóknarleikur Liverpool batni eitthvað á síðari stigum leiksins.17.24 - Drogba skorar: Rétt eins og í fyrri hálfleik þá nær Chelsea að skora snemma. Og aftur er varnarleikur Liverpool slæmur. Frank Lampard labbar framhjá Spearing á miðjunni, gefur inn á Drogba sem snýr sér í teignum og skorar í markhornið fjær - framhjá Skrtel og svo Reina í markinu.17.22: Gerrard vill fá vítaspyrnu en Dowd lætur það vera.17.18: Þá er síðari hálfleikur hafinn. Vonandi verður meira fjör á Wembley næstu 45 mínúturnar eða svo en í fyrri hálfleik.17.09: Chelsea hefur átt sex marktilraunir, þar af tvö skot á mark. Liverpool með tvær marktilraunir en ekkert á markið.17.05: Ramires hefur nú skorað tvö afar mikilvæg mörk fyrir Chelsea í stórum leikjum. Fyrst gegn Barcelona og svo nú í þessum. Þess verður þó að geta að Ramires skoraði markið í dag með engu þrumuskoti og Pepe Reina hefur oft varið mun erfiðari skot.17.02: Fyrri hálfleik lokið. Chelsea gerði vel, stöðvaði allar sóknaraðgerðir Liverpool og skoraði svo gott mark eftir mistök þeirra rauðklæddu. Það er hins vegar ekkert að gerast hjá Liverpool sem er að spila illa, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.16.53: Mikel fær gult fyrir að tækla Gerrard. Sá síðarnefndi virðist þjáður en er þó staðinn upp og ætlar að halda áfram.16.50: Við skulum bara ekkert fara í felur með þetta. Það hefur nákvæmlega ekkert spennandi gerst í þessum leik fyrir utan markið hjá Ramires.16.40: Leikurinn er jafnvægi og ekki mikið um færi. Liverpool reynir að sækja en nær einfaldlega ekki að koma Luis Suarez í spilið. Chelsea hefur verið að verjast vel undir stjórn Di Matteo og lítil breyting á því í leiknum til þessa.16.29: Liverpool komst nálægt því að jafna. Sending inn í teig og barst boltinn á Bellamy sem var í góðu skotfæri. Branislav Ivanovic náði þó að komast í veg fyrir marktilraun Bellamy.16.26 - Ramies skorar: Chelsea vann boltann á miðjunni eftir mistök Jay Spearing. Juan Mata kom honum fram á Ramires sem fór afar illa með Jose Enrique, komst einn gegn Pepe Reina og skoraði örugglega í nærhornið. Liverpool hafði verið meira með boltann en Chelsea komst í skyndisókn og gerði mjög vel.16.20: Drogba átti ómerkilega marktilraun á upphafsmínútu leiksins en annars hefur ekkert gerst.16.15: Phil Dowd fær þann heiður að dæma leikinn og hefur hann flautað til leiks.16.13: Þjóðsöngurinn kominn. Ashley Cole, Frank Lampard og John Terry tóku hraustlega undir. Jordan Henderson virtist raula með en annars létu leikmenn Liverpool það eiga sig að synga með.16.05: Eins og venjan er á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar er lagið Abide With Me sungið. Í þetta sinn er það Mary-Jess Leaverland sem syngur. Hún vann hæfileikakeppni í kínversku sjónvarpi árið 2009 og er því þekktari þar en í heimalandinu. En nógu þekkt til að vera úthlutað þessu mikilvæga verkefni. Þetta lag hefur verið sungið fyrir úrslitaleik enska bikarsins síðan 1927.16.04: Fabrice Muamba er heiðursgestur í dag en hann hneig niður í leik Bolton og Tottenham í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar fyrr á tímabilinu. Hann hefur þó náð undraverðum bata og fær verðskuldað dynjandi lófaklapp frá áhorfendum.15.56: Stuðningsmenn Liverpool eru nú búnir að syngja You'll Never Walk Alone og óhætt að segja að stemningin á þessum glæsilega leikvangi er mögnuð.15.53: Styttist í leikinn og spennan magnast. Bæði lið þekkja bikarkeppnina vel, þó svo að þau hafi aldrei mæst í úrslitaleiknum. Liverpool hefur unnið sjö sinnum en Chelsea sex sinnum, þar af fjórum sinnum á síðustu sex árum.15.44: Núverandi stjóri Chelsea skoraði frægt mark í bikarúrslitunum árið 1997. Það tók hann 42 sekúndur að koma Chelsea yfir með glæsilegu skoti en liðið vann á endanum 2-0 sigur á Middlesbrough.15.31: Þess má geta að þessi tvö lið eru nú að mætast í 31. sinn frá 2004. Liverpool hefur unnið fimm síðustu leiki sína gegn Chelsea, þar af allar þrjár viðureignir þeirra til þessa á núverandi tímabili.15:19 Það verður að rifja það upp að á sama degi í janúar í fyrra ákvað Liverpool að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir 50 milljónir punda og kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir 35 milljónir. Þvílíkar upphæðir. En báðir eru á bekknum í dag.15:15 Þá er það byrjunarlið Chelsea. Eins og flestir bjuggust við er Didier Drogba í byrjunarliðinu með þeim Salomon Kalou og Juan Mata. Það er því ekkert pláss fyrir Fernando Torres í sókninni og situr hann á bekknum. Ivanovic og Terry eru miðverðir en þeir verða báðir í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mikel, Lampard og Ramires á miðjunni.15:13 Góðan dag, lesendur góðir. Byrjunarlið Liverpool var að koma í hús og bar þar helst til tíðinda að Kenny Dalglish ákvað að geyma Andy Carroll a bekknum. Luis Suarez verður fremstur fyrir aftan hann verða þeir Steven Gerrard, Jordan Henderson og Craig Bellamy. Þess má einnig geta að Jamie Carragher er á bekknum og því kemur það í hlut Agger og Skrtel að standa vaktina í hjarta varnarinnar. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Chelsea er enskur bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. Ramires og Didier Drogba skoruðu mörk þeirra bláu í dag. Chelsea var miklu betri aðilinn fyrstu 60 mínútur leiksins og komst í 2-0 forystu. Þá ákvað Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, að setja Andy Carroll inn á og breytti hann öllu fyrir Liverpool. Carroll skoraði á 64. mínútu og var ótrúlega nálægt því að jafna metin þegar hann skallaði að marki um tíu mínútum fyrir leikslok. En markvörðurinn Petr Cech varði ótrúlega og sá til þess að Chelsea náði að hanga á forystunni og vinna leikinn. Gengi Chelsea hefur verið með ólíkindum eftir að Roberto Di Matteo tók við Andre Villas-Boas í byrjun mars. Chelsea varð bikarmeistari í dag og getur bætt Meistaradeildartitlinum í safnið vinni liðið Bayern München í úrslitaleiknum síðar í mánuðinum. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu slakir leikmenn Liverpool voru þangað til að Carroll kom inn á. Jay Spearing var í byrjunarliðinu og gerði sig sekan um mistök í báðum mörkum Chelsea - en þess ber að geta að fleiri gerðu mistök í varnarleik Liverpool í dag. Liverpool hefur aðeins unnið tvo af átta síðustu deildarleikjum sínum og er í áttunda sæti deildarinnar. Liðið vann enska deildabikarinn fyrr í vetur sem er þó lítil sárabót eftir frammistöðuna lengst af í dag. Chelsea varð í dag bikarmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins og í fjórða sinn á síðustu sex tímabilum. Didier Drogba komst svo í sögubækurnar en hann er eini maðurinn sem hefur skorað í fjórum bikarúrslitaleikjum í Englandi.Leiknum var lýst beint á Vísi:18.07: Liverpool nær ekki að koma sér í færi í uppbótartíma og leiknum lýkur því með 2-1 sigri Chelsea. Þeir fagna vel og innilega eins og eðlilegt er. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Roberto Di Matteo knattspyrnustjóra.18.02: Venjulegur leiktími liðinn og fimm mínútum bætt við. Gerrard átti skot úr aukaspyrnu af hættulegum stað en í vegginn. Juan Mata tekinn af velli og Florent Malouda kemur inn.17.54: Ja, hérna. Carroll með fastan skalla að marki eftir sendingu Suarez en Cech varði ótrúlega á línunni, í slána og út. Carroll og Suarez fögnuðu og töldu að boltinn hafi farið yfir línuna. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að boltinn fór ekki allur yfir línuna. En það munaði afar, afar litlu.17.52: Tíu mínutur eftir. Liverpool meira með boltann og sækir af fremsta megni. Meireles kominn inn á hjá Chelsea fyrir Ramires til að þétta miðjuna og þá er Dirk Kuyt kominn inn á fyrir Craig Bellamy.17.45: Meira líf í Liverpool. Suarez nær skoti sem ratar að marki en Cech er vandanum vaxinn.17.36 - Carroll skorar: Maðurinn með taglið er ekki lengi að láta til sín taka. Jose Bosingwa reyndi að hreinsa boltann af marki en hann barst inn í teig þar sem Carroll var mættur. Hann hélt ró sinni, kom sér í skotfæri og skoraði með flottu skoti. 25 mínútur eftir af leiknum og vonandi verða þær spennandi.17.28: Drogba elskar að spila á Wembley. Þetta var hans áttunda mark í átta leikjum á þessum fræga leikvangi og hefur hann nú skorað í fjórum úrslitaleikjum ensku bikarkeppnnar - sem er met.17.26: Spearing er tekinn af velli sem kemur afskaplega fáum á óvart. Andy Carroll kemur inn í hans stað og spurning hvort að sóknarleikur Liverpool batni eitthvað á síðari stigum leiksins.17.24 - Drogba skorar: Rétt eins og í fyrri hálfleik þá nær Chelsea að skora snemma. Og aftur er varnarleikur Liverpool slæmur. Frank Lampard labbar framhjá Spearing á miðjunni, gefur inn á Drogba sem snýr sér í teignum og skorar í markhornið fjær - framhjá Skrtel og svo Reina í markinu.17.22: Gerrard vill fá vítaspyrnu en Dowd lætur það vera.17.18: Þá er síðari hálfleikur hafinn. Vonandi verður meira fjör á Wembley næstu 45 mínúturnar eða svo en í fyrri hálfleik.17.09: Chelsea hefur átt sex marktilraunir, þar af tvö skot á mark. Liverpool með tvær marktilraunir en ekkert á markið.17.05: Ramires hefur nú skorað tvö afar mikilvæg mörk fyrir Chelsea í stórum leikjum. Fyrst gegn Barcelona og svo nú í þessum. Þess verður þó að geta að Ramires skoraði markið í dag með engu þrumuskoti og Pepe Reina hefur oft varið mun erfiðari skot.17.02: Fyrri hálfleik lokið. Chelsea gerði vel, stöðvaði allar sóknaraðgerðir Liverpool og skoraði svo gott mark eftir mistök þeirra rauðklæddu. Það er hins vegar ekkert að gerast hjá Liverpool sem er að spila illa, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.16.53: Mikel fær gult fyrir að tækla Gerrard. Sá síðarnefndi virðist þjáður en er þó staðinn upp og ætlar að halda áfram.16.50: Við skulum bara ekkert fara í felur með þetta. Það hefur nákvæmlega ekkert spennandi gerst í þessum leik fyrir utan markið hjá Ramires.16.40: Leikurinn er jafnvægi og ekki mikið um færi. Liverpool reynir að sækja en nær einfaldlega ekki að koma Luis Suarez í spilið. Chelsea hefur verið að verjast vel undir stjórn Di Matteo og lítil breyting á því í leiknum til þessa.16.29: Liverpool komst nálægt því að jafna. Sending inn í teig og barst boltinn á Bellamy sem var í góðu skotfæri. Branislav Ivanovic náði þó að komast í veg fyrir marktilraun Bellamy.16.26 - Ramies skorar: Chelsea vann boltann á miðjunni eftir mistök Jay Spearing. Juan Mata kom honum fram á Ramires sem fór afar illa með Jose Enrique, komst einn gegn Pepe Reina og skoraði örugglega í nærhornið. Liverpool hafði verið meira með boltann en Chelsea komst í skyndisókn og gerði mjög vel.16.20: Drogba átti ómerkilega marktilraun á upphafsmínútu leiksins en annars hefur ekkert gerst.16.15: Phil Dowd fær þann heiður að dæma leikinn og hefur hann flautað til leiks.16.13: Þjóðsöngurinn kominn. Ashley Cole, Frank Lampard og John Terry tóku hraustlega undir. Jordan Henderson virtist raula með en annars létu leikmenn Liverpool það eiga sig að synga með.16.05: Eins og venjan er á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar er lagið Abide With Me sungið. Í þetta sinn er það Mary-Jess Leaverland sem syngur. Hún vann hæfileikakeppni í kínversku sjónvarpi árið 2009 og er því þekktari þar en í heimalandinu. En nógu þekkt til að vera úthlutað þessu mikilvæga verkefni. Þetta lag hefur verið sungið fyrir úrslitaleik enska bikarsins síðan 1927.16.04: Fabrice Muamba er heiðursgestur í dag en hann hneig niður í leik Bolton og Tottenham í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar fyrr á tímabilinu. Hann hefur þó náð undraverðum bata og fær verðskuldað dynjandi lófaklapp frá áhorfendum.15.56: Stuðningsmenn Liverpool eru nú búnir að syngja You'll Never Walk Alone og óhætt að segja að stemningin á þessum glæsilega leikvangi er mögnuð.15.53: Styttist í leikinn og spennan magnast. Bæði lið þekkja bikarkeppnina vel, þó svo að þau hafi aldrei mæst í úrslitaleiknum. Liverpool hefur unnið sjö sinnum en Chelsea sex sinnum, þar af fjórum sinnum á síðustu sex árum.15.44: Núverandi stjóri Chelsea skoraði frægt mark í bikarúrslitunum árið 1997. Það tók hann 42 sekúndur að koma Chelsea yfir með glæsilegu skoti en liðið vann á endanum 2-0 sigur á Middlesbrough.15.31: Þess má geta að þessi tvö lið eru nú að mætast í 31. sinn frá 2004. Liverpool hefur unnið fimm síðustu leiki sína gegn Chelsea, þar af allar þrjár viðureignir þeirra til þessa á núverandi tímabili.15:19 Það verður að rifja það upp að á sama degi í janúar í fyrra ákvað Liverpool að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir 50 milljónir punda og kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir 35 milljónir. Þvílíkar upphæðir. En báðir eru á bekknum í dag.15:15 Þá er það byrjunarlið Chelsea. Eins og flestir bjuggust við er Didier Drogba í byrjunarliðinu með þeim Salomon Kalou og Juan Mata. Það er því ekkert pláss fyrir Fernando Torres í sókninni og situr hann á bekknum. Ivanovic og Terry eru miðverðir en þeir verða báðir í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mikel, Lampard og Ramires á miðjunni.15:13 Góðan dag, lesendur góðir. Byrjunarlið Liverpool var að koma í hús og bar þar helst til tíðinda að Kenny Dalglish ákvað að geyma Andy Carroll a bekknum. Luis Suarez verður fremstur fyrir aftan hann verða þeir Steven Gerrard, Jordan Henderson og Craig Bellamy. Þess má einnig geta að Jamie Carragher er á bekknum og því kemur það í hlut Agger og Skrtel að standa vaktina í hjarta varnarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira