Enski boltinn

Bale: Væri erfitt að segja nei við Barcelona og Real Madrid

Vængmaðurinn Gareth Bale hjá Tottenham hefur í fyrsta skipti viðurkennt að hann sé heitur fyrir því að leika á Spáni og segir að hann myndi eiga erfitt með að segja nei við Barcelona og Real Madrid.

Bale hefur margoft verið orðaður við spænsku stórliðin en leikmaðurinn sjálfur hefur ekkert viljað tjá sig um það hingað til.

"Ef við erum að tala um Barcelona og Real Madrid þá er það svipað því þegar menn tala um enska landsliðið og Harry Rednapp. Þetta er tækifæri sem kemur einu sinni á lífsleiðinni," sagði Bale við The Sun.

"Ef þú spyrðir ungan leikmann hvort hann hefði áhuga á að spila með Barca eða Real þá er afar ólíklegt að sá hinn sami myndi segja nei. Mér hefur ekki boðist þetta tækifæri hingað til og er því að einbeita mér að Tottenham."

Bale segist einnig hafa fullan skilning á því ef Harry Redknapp færi og tæki við enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×