Enski boltinn

Kompany: Við þekkjum allir þessa stöðu og eigum ekki að fara á taugum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Vincent Kompany ,fyrirliði Manchester City, vill meina að liðið sé ekki að fara á taugum í titilbaráttunni við erkifjendurna í Manchester United.

Marsmánuður var heldur slæmur fyrir lærisveina Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Manchester City, en liðið tapaði fyrir Swansea og gerði jafntefli við Stoke og Sunderland.

Núna síðast gerði liðið 3-3 jafntefli við Sunderland eftir að hafa lent 3-1 undir. Manchester United getur því náð fimm stiga forskoti á City með sigri gegn Blackburn á mánudagskvöld.

„Við vorum einfaldlega lélegir gegn Sunderland og gerðum lítið sem ekkert sem verðskuldaði sigur," sagði Kompany.

„Þetta er samt ekki stress í mannskapnum, það er enginn í þessu liði sem er ekki kunnugur svona pressu og því eiga menn vel að ráða við andlega þáttinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×