Fótbolti

Kolbeinn snéri aftur og skoraði fyrir Ajax

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er mættur aftur. Kolbeinn var óvænt kallaður inn í leikmannahóp Ajax í dag er liðið mætti Heracles.

Kolbeinn spilaði síðustu tólf mínútur leiksins og var ekki búinn að vera á vellinum nema í tíu mínútur þegar hann skoraði.

Ajax valtaði yfir Heracles í leiknum og vann 6-0 sigur. Kolbeinn skoraði lokamarkið.

Ajax komst með sigrinum á topp hollensku úrvalsdeildarinnar. Er með tveim stigum meira en AZ Alkmaar en hefur leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×