Fótbolti

Ajax hirti toppsætið af AZ Alkmaar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna hér í leiknum í dag.
Leikmenn Ajax fagna hér í leiknum í dag. Mynd. Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, stimplaði sig á ný inn í liðið þegar hann skoraði eitt mark í 6-0 sigri Ajax á Heracles Almelo.

NEC Nijmegen vann fínan sigur, 2-0, á De Graafschap á heimavelli. RKC Waalwijk vann Den Haag 1 – 0 einnig á heimavelli. Í lokaleik dagsins tók Vitesse Arnhem á móti toppliðinu AZ Alkmaar.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og verður það að teljast tvö töpuð stig fyrir AZ Alkmaar sem missti toppsætið í hendurnar á Ajax við úrslitin. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá AZ Alkmaar í dag en var tekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Ajax er í efsta sæti deildarinnar með 58 stig en AZ Alkmaar fellur niður í annað sætið með 57 stig.

Úrslit dagsins:

NEC Nijmegen - De Graafschap - 2 - 0

Ajax Amsterdam - Heracles Almelo - 6 - 0

RKC Waalwijk - Den Haag - 1 - 0

Vitesse Arnhem - AZ Alkmaar - 2 - 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×