Tíska og hönnun

Íslenskir fatahönnuðir fóru á kostum á RFF

Íslenskir fatahönnuðir sviptu hulunni af glæsilegum haust- og vetrarlínum sínum á RFF.
Íslenskir fatahönnuðir sviptu hulunni af glæsilegum haust- og vetrarlínum sínum á RFF.
Spennan var mikil meðal áhorfenda þegar ellefu íslenskir hönnuðir sviptu hulunni í fyrsta skipti af haust- og vetrarlínum 2012 um helgina á Reykjavík Fashion Festival.

Tískuhátíðin fór nú fram í þriðja skipti. Hún var að þessu sinni haldin í Hörpu og heppnaðist afar vel. Hönnuðirnir sem sýndu í Hörpu voru Kron by Kronkron, Kormákur & Skjöldur, Hildur Yeoman, Mundi, Ýr, Kalda, Ella, Ziska, Milla Snorrason, Birna og REY.

Sýningarnar mæltust mjög vel fyrir en í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af því besta sem var boðið upp á.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×