Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 17:23 Margrét Lára, hér á æfingu með landsliðinu í Belgíu, var ekki á skotskónum gegn Belgum frekar en samherjar hennar. Mynd / Facebook-síða KSÍ Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47
Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24