Enski boltinn

Ferguson: Reynslan mun hjálpa okkur mikið

Ferguson og Mancini verða í stríði allt til enda leiktíðar.
Ferguson og Mancini verða í stríði allt til enda leiktíðar.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og telur að sitt lið hafi yfirhöndina gegn nágrönnum sínum í Man. City.

United er með þriggja stiga forskot á City í deildinni þegar aðeins átta leikir eru eftir af deildinni.

"Við vitum allir að hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum og allir geta lent illa í því. Þess vegna skiptir reynslan okkur svona miklu máli. Við höfum smá forskot en ekki mikið. Það getur allt breyst í einum leik," sagði Ferguson.

"Sem betur fer þekkja mínir menn það vel að vinna titla. Ferdinand, Evra, Giggs, Scholes, Carrick og Rooney. Ef þeir hefðu ekki þessa reynslu þá værum við hugsanlega í vandræðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×