Enski boltinn

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Suarez hefur lent í ýmsu i vetur.
Suarez hefur lent í ýmsu i vetur.
Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Liverpool hefur tapað síðustu tveim leikjum sínum gegn QPR og Wigan sem eru við botninn í deildinni.

"Markmið okkar var að vinna titla og komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Fyrri hlutinn gekk upp en við klúðruðum hinum draumnum. Það hefði enginn getað trúað því að við myndum tapa fyrir QPR og Wigan," sagi Suarez.

"Hvað hefur klikkað? Við höfum gert mistök undir lok leikja og svo höfum við lent í miklum meiðslum og leikbönnum. Menn eru reiðir og við ætlum okkur sigur gegn Newcastle um helgina.

"Svo er mitt hlutverk að skora mörk og ég verð að viðurkenna að mér hefur ekki tekist að uppfylla það hlutverk mitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×