Enski boltinn

Mancini: Það yrði erfitt að kaupa Modric

Modric er eftirsóttur.
Modric er eftirsóttur.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur viðurkennt að hann sé mjög hrifinn af Luka Modric, miðjumanni Tottenham.

"Luka Modric er frábær knattspyrnumaður og klárlega einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Það yrði ekki auðvelt að fá hann til okkar því hann er að spila fyrir stórt félag. Það er mjög ólíklegt að þeir sleppi honum," sagði Mancini.

"Við erum heppnir að eiga annan frábæran leikmann frá svipuðum slóðum í Edin Dzeko. Ég hef unnið með mörgum leikmönnum frá gömlu Júgóslavíu og það er alltaf gaman að vinna með þeim.

Modric hefur lengi verið á óskalista Man. Utd og ef City ætlar að blanda sér í slaginn gæti Spurs fengið afar góaðn pening fyrir hann ákveði liðið að selja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×