Enski boltinn

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Það léttir ekki róðurinn hjá Chelsea að liðið er enn að spila í Meistaradeildinni og ensku bikarkeppninni.

"Dagskráin er ansi þétt og þetta verður alls ekki auðvelt fyrir okkur. Við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og verðum að taka á henni," sagði markvörður liðsins, Petr Cech.

Cech segir að leikmenn liðsins standi þétt við bak stjórans, Roberto Di Matteo, og séu ekkert að hugsa um hvað gerist í þjálfaramálunum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×