Fótbolti

Maradona klifraði upp í stúku til þess að vernda eiginkonuna

Diego Armando Maradona, þjálfari Al Wasl, er að gera allt vitlaust í sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú síðast var hann að rífast við stuðningsmenn annars félags sem hann kallar hugleysingja.

Stuðningsmenn Al Shabab, sem lagði Al Wasl 2-0, fóru yfir strikið er þeir fóru að hrauna yfir eiginkonur og kærustur leikmanna Al Wasl. Þeir stóðu upp og gerðu aðsúg að konunum.

Maradona gerði sér þá lítið fyrir og klifraði upp í stúku til þess að vernda eiginkonu sína.

"Sumt fólk er hugleysingjar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er sár út í áhorfendur. Þetta eru hugleysingjar en ekki alvöru stuðningsmenn," sagði Maradona.

Sjá má þetta magnaða atvik hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×