Enski boltinn

Mancini vill ekki segja hvernig Aguero meiddist

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að það sé óvíst hvenær Sergio Aguero spili aftur en hann er meiddur eftir að hafa meitt sig á "heimskulegan" hátt.

Aguero gat ekki spilað gegn Stoke City um síðustu helgi og mun heldur ekki spila um helgina. Ekki hefur verið gefið upp hvað nákvæmlega gerðist hjá leikmanninum.

"Þetta eru heimskuleg meiðsl. Þetta var ekki honum að kenna en hann getur ekki spilað. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann verður lengi frá," sagði Mancini.

Blaðamenn þrýstu á Mancini að segja frá því hvað hefði gerst en Ítalinn gaf sig ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×