Enski boltinn

Stilian Petrov með bráðahvítblæði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stilian Petrov í leik með Aston Villa.
Stilian Petrov í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Búlgarinn Stilian Petrov, leikmaður Aston Villa, hefur greinst með bráðahvítblæði. Þetta tilkynnti félagið nú fyrir stundu.

Petrov hefur verið fastamaður í liði Aston Villa á tímabilinu og spilaði síðast með liðinu í 3-0 tapi þess fyrir Arsenal um síðustu helgi. Hann hefur verið á mála hjá Aston Villa síðan 2006 en þangað kom hann frá Celtic í Skotlandi.

Hann er 32 ára gamall miðvallarleikmaður og á að baki 105 landsleiki með Búlgaríu.

Nú tekur við erfið meðferð hjá Petrov en á Vísindavef HÍ má lesa meira um bráðahvítblæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×