Enski boltinn

Wenger í þriggja leikja bann | Ætlar að áfrýja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af Knattspyrnusambandi Evrópu og sektaður um 6,7 milljónir króna vegna ummæla hans eftir leik sinna manna gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

AC Milan hafði betur gegn Arsenal í 16-liða úrslitum keppninnar en Wenger lét dómara leiksins, Damir Skomina, heyra það eftir leikinn auk þess sem hann gagnrýndi hann í fjölmiðlum.

„Þetta er ekki réttlátt og mun ég áfrýja þessu," sagði Wenger við enska fjölmiðla. „Dómarar eru orðnir ósnertanlegir í Evrópukeppnum og má maður ekkert segja lengur."

„Eftir að hafa tekið þátt í Evrópukeppnum í 25 ár tel ég að maður eigi rétt á að ræða málin við dómara. Ég á mjög erfitt með að skilja þetta."

Wenger var einnig dæmdur í bann í Evrópukeppnum eftir að Arsenal féll úr leik í Meistaradeildinni í fyrra. Þegar hann tók út það bann í haust var hann í samskiptum við varamannabekk sinn og fékk hann tveggja leikja bann fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×