Fótbolti

Thierry Henry kíkti í heimsókn til Fabrice Muamba

Fabrice Muamba.
Fabrice Muamba. Getty Images / Nordic Photos
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, gerði sér ferð frá New York í Bandaríkjunum til þess að heimsækja fyrrum liðsfélaga sinn Fabrice Muamba sem er á sjúkrahúsi í London. Muamba fékk hjartaáfall í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Bolton s.l. laugardag og Henry lét ekki vita af ferðalagi sínu og mætti óvænt í heimsókn.

Hinn 34 ára gamli Henry staldraði aðeins stutt við á London Chest sjúkrahúsinu áður en hann hélt aftur vestur um haf til Bandaríkjana. Muamba hefur legið þungt haldinn á hjartadeild eftir atvikið sem varð í bikarleik gegn Tottenham. Hinn 23 ára gamli Muamba var í hjartastoppi í rúmlega klukkustund áður en endurlífgunartilraunir báru árangur. Hann er á hægum batavegi en ástand hans er enn alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×