Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 22. mars 2012 18:03 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni. HönnunarMars Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni.
HönnunarMars Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira