Enski boltinn

Jol býst við því að missa stjörnur Fulham

Norðmaðurinn Hangeland er eftirsóttur.
Norðmaðurinn Hangeland er eftirsóttur.
Martin Jol, stjóri Fulham, segist vera búinn undir það að missa eitthvað af stjörnum liðsins í sumar enda hafa nokkrir leikmanna liðsins slegið rækilega í gegn.

Á meðal þeirra eru Brede Hangeland, Moussa Dembele og Clint Dempsey. Ekki er talið ólíklegt að Fulham fái virikilega freistandi tilboð í leikmennina og ef þau koma ætlar Fulham ekki að standa i vegi leikmannanna.

"Það eru tveir til þrír leikmenn hjá okkur sem eru orðnir ansi verðmætir. Við verðum að sjá hvað gerist en það er mikill áhugi frá öðrum liðum. Ég verð því að vera vakandi fyrir nýjum, ungum og spennandi leikmönnum," sagði Jol.

"Það er ekkert vandamál fyrir mig og ég mun alltaf heilsa strákunum ef þeir fara í eitthvað stórlið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×