Fótbolti

Lögregluhundur beit leikmann

Afar óvenjulegt atvik átti sér stað í brasilíska boltanum um helgina þegar lögregluhundur beit leikmann í lærið.

Það var Vanderlei, leikmaður Caxias, sem var bitinn þegar leikmenn Caxias voru að mótmæla því að mark hefði verið dæmt af liðinu.

Óeirðalögreglumenn mættu á svæðið þar sem hundurinn tók til sinna mála.

Nokkurra mínútna seinkun varð á leiknum meðan gert var að meiðslum leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×