Fótbolti

Kallaði boltastrák helvítis homma

Colin Clarke, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni, varð sjálfum sér til skammar er hann lét ungan boltastrák heldur betur heyra það í leik gegn Seattle Sounders.

Boltastrákurinn var ekkert að drífa sig of mikið að láta Clarke fá boltann og leikmaður brást hinn versti við. Hann öskraði á strákinn: "Helvítis homminn þinn."

Clarke sá að sér eftir leikinn og baðst afsökunar á Twitter.

"Ég bið alla sem horfðu á leikinn auðmjúklega afsökunar. Sérstaklega boltastrákinn sem ég var með dónaskap við. Ég ætlaði ekki að móðga neinn og biðst afsökunar á að hafa látið skapið hlaupa með mig í gönur. Þetta mun ekki koma fyrir aftur," skrifaði Clarke á Twitter.

Hægt er að sjá þessa ótrúlegu uppákomu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×