Enski boltinn

Okkur er alveg sama hvað Man. City gerir

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, segist ekki hafa áhyggjur af því sem Man. City gerir á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er sannfærður um að Man. Utd hafi nógu gott lið til þess að enda á toppnum.

Bæði lið eiga átta leiki eftir í deildinni og er Man. Utd þrem stigum á undan nágrönnum sínum.

"Lið koma stundum á Old Trafford með þá leikáætlun að gera okkur örvæntingarfulla. Það gengur ekki upp því við vitum að við munum alltaf skapa okkur færi. Við treystum hvor öðrum og förum ekki á taugum," sagði Rio.

"Þetta er það sem við gerum best og það lið sem hefur sterkari taugar mun vinna deildina. Okkur er alveg sama um hvað Man. City er að gera. Þetta snýst um okkur. Ef við höldum ró okkar og vinnum alla okkar leiki þá verðum við sigurvegarar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×