Enski boltinn

Liverpool ekki til í að afskrifa Adam strax

Liverpool er ekki til í að staðfesta að Charlie Adam spili ekki meira á þessari leiktíð. Leikmaðurinn er á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum gegn QPR.

Adam er með sködduð liðbönd í hné en ekki er búið að taka ákvörðun um hvort hann þurfi að fara í aðgerð.

"Við vitum að liðböndin eru ekki vel farin en við vitum samt ekki hvað hann verður lengi frá," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.

"Hann er ekki á leið í aðgerð eins og staðan er núna. Það er bara vika síðan hann meiddist. Hann þarf að hvíla í tíu daga í betur og svo tökum við stöðuna á nýjan leik.

"Við erum ekki búnir að afskrifa hann strax heldur munum við bíða eftir því hvernig hann braggast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×