Fótbolti

Urðu ekki varir við jarðskjálfta upp á rúma sjö á richter

Þar sem blóðheitir knattspyrnuáhugamenn koma saman kemst ekkert annað að. Það var endanlega staðfest í Síle um síðustu helgi er hvorki áhorfendur né leikmenn tóku eftir jarðskjálfta upp á 7,1 á richter.

Það er enginn smá skjálfti enda skemmdust hús og fjölmargir urðu að yfirgefa íbúðir sínar sem voru að hruni komin rétt hjá knattspyrnuvellinum.

Þeir sem voru á leik Colo-Colo og Palestino héldu bara áfram að syngja og leikmenn spiluðu sinn bolta.

Hægt er að sjá á myndbandi hér að ofan er jarðskjálftinn gengur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×