Enski boltinn

Liverpool væri í fallsæti ef deildin hefði byrjað um áramótin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish er stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish er stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur fengið aðeins átta stig frá 1. janúar síðastliðnum og væri í fallsæti ef tímabilið hefði byrjað þá.

Tölfræðiþjónustan Opta tók þetta saman en Liverpool er í raun og veru í sjöunda sæti deildarinnar með 42 stig, 31 stigi á eftir toppliði Manchester United.

United er einnig á toppnum í áramótatöflunni með 28 stig af 33 mögulegum. City kemur næst með 24 stig en Arsenal og Sunderland eru næst með 22 stig hvort.

Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur haft góð áhrif á Swansea og er liðið í sjötta sæti áramótatöflunnar með nítján stig, fjórum sætum ofar en í raunverulegu töflunni.

Íslendingaliðin QPR og Wolves eru í fallsætum í báðum töflum en QPR hefur fengið átta stig frá áramótum, rétt eins og Liverpool, en Wolves aðeins fimm.

Áramótataflan:

1. Manchester United 28 stig

2. Manchester City 25

3. Arsenal 22

4. Sunderland 22

5. Newcastle 20

6. Swansea 19

7. Everton 19

8. Norwich 17

9. Tottenham 16

10. Chelsea 16

11. Fulham 16

12. West Brom 14

13. Blackburn 14

14. Bolton 13

15. Stoke 12

16. Aston Villa 10

17. Wigan 10

18. Liverpool 8

19. QPR 8

20. Wolves 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×