Enski boltinn

Benitez hefur ekki fengið tilboð frá Chelsea

Rafa Benitez er spenntur fyrir því að fá tækifæri hjá Chelsea en hann segist ekki enn hafa fengið formlegt tilboð frá félaginu.

"Ég er enn að bíða eftir góðu tilboði frá Englandi. Fjölskyldu minni líður vel í landinu og nú er bara spurning um hvenær rétta tilboðið kemur," sagði Benitez sem þjálfaði Liverpool á ´sinum tíma.

"Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það kemur að því að rétta tilboðið komi. Ég hef heyrt ýmsa orðróma um Chelsea en hef ekki fengið formlegt tilboð frá þeim."

Benitez þekkir vel til í enska boltanum og hann hefur varað Roberto Mancini, stjóra Man. City, við því að fara í sálfræðistríð við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.

"Það þarf að hugsa um liðið sitt en ekki vera í einhverju sálfræðistríði. Mancini þarf að einbeita sér að sínu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×