Enski boltinn

McClaren vill ekki fá skrifstofustarf hjá enska knattspyrnusambandinu

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki hafa neinn áhuga á því að gerast tæknilegur ráðgjafi hjá enska knattspyrnusambandinu.

Sambandið hefur ekki verið með mann í þeirri stöðu í tíu ár. Viðkomandi aðili á að vinna náið með Sir Trevor Brooking, yfirmanni knattspyrnumála hjá sambandinu.

"Þetta er ekkert fyrir mig núna. Ég myndi kannski íhuga slíkt starf eftir tíu ár," sagði McClaren.

Þjálfaraferill McClaren hefur ekki gengið vel undanfarin ár og hann er núna tímabundið þjálfari hjá hollenska liðinu Twente fram á sumar.

Liðinu hefur gengið vel undir hans stjórn en þar áður var hann hjá Wolfsburg og Nott. Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×