Enski boltinn

Pogrebnyak vill ekki fara frá Fulham

Rússinn Pavel Pogrebnyak er ekki bara sláandi líkur Ivan Drago heldur er hann einnig sleipur knattspyrnumaður. Strákurinn hefur slegið í gegn hjá Fulham í vetur og hann vill vera áfram hjá félaginu.

Pogrebnyak kom að láni frá Stuttgart í janúar og hefur skoraði fimm mörk í sex leikjum.

Fulham vill eðlilega halda honum hjá félaginu og leikmaðurinn sjálfur vill ekki fara aftur til Þýskalands.

"Ég þarf á þjálfara eins og Martin Jol að halda og það væri frábært ef ég get verið áfram hjá félaginu. Við munum fara yfir málin mjög fljótlega," sagði Rússinn stæðilegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×