Enski boltinn

Ferguson staðfestir að Berbatov fari frá félaginu

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að búlgarski framherjinn  Dimitar Berbatov sé á förum frá félaginu í sumar.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé á förum frá félaginu í sumar. Getty Images / Nordic Photos
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé á förum frá félaginu í sumar.

Berbatov var keyptur fyrir 30 milljón pund frá Tottenham á sínum tíma, sem nemur um 6 milljörðum kr. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Man Utd á undanförnum misserum. Manchester United mætir Athletic Bilbao í Evrópudeild UEFA í kvöld í 16-liða úrslitum þar sem Englandsmeistaraliðið er í erfiðri stöðu eftir 3-2 tap á heimavelli.

Ferguson staðfesti brotthvarf Berbatov á fréttamannafundi á Spáni í gær.

„Hann vill spila meira og vera fyrsti valkostur. Þegar þú ert 31 árs gamall þá viltu það. Það er erfitt fyrir mig að lofa slíku og hef sagt honum að leita fyrir sér hjá öðru liði," sagði Ferguson m.a. í gær. Man Utd framlengdi nýverið samningi sínum við leikmanninn og fer Berbatov því ekki án þess að hann verði keyptur frá Man Utd.

Berbatov hefur verið orðaður við sitt gamla félag í Þýskalandi, Bayer Leverkusen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×