Fótbolti

Ég gæti ekki sagt nei við Man. Utd

Rodriguez í leik með kólumbíska landsliðinu gegn Argentínu.
Rodriguez í leik með kólumbíska landsliðinu gegn Argentínu.
Kólumbíski framherjinn James Rodriguez hjá Porto segir að hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila með Man. Utd. Þessi tvítugi framherji hefur slegið í gegn hjá Porto og er þegar orðinn mjög eftirsóttur og bæði United og Inter hafa verið orðuð við hann.

"Eins og staðan er núna er ég að hugsa um Porto og að vinna titilinn hér. Ég er mjög ánægður hérna. Ef ég aftur á móti fengi tækifæri á því að fara til Man. Utd þá gæti ég ekki hafnað slíku boði," sagði Rodriguez.

Rodriguez er markahæsti leikmaður portúgölsku deildarinnar með 11 mörk og hefur þess utan gefið næstflestar stoðsendingar eða 7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×