Enski boltinn

Redknapp myndi íhuga boð um að gerast landsliðsþjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp segir afar ólíklegt að hann muni stíga frá borði hjá Tottenham áður en tímabilinu lýkur í ensku úrvalsdeildinni en að hann myndi þó skoða tilboð um starf landsliðsþjálfara Englands ef það bærist.

Fabio Capello sagði starfi sínu lausu í vikunni vegna ósættis við forráðamenn enska knattspyrnusambandsins vegna málefna John Terry.

Redknapp hefur sjálfur staðið í ströngu síðustu dagana og vikurnar vegna málaferla gegn honum um meint skattsvik. Hann var lýstur saklaus af öllum kærum í vikunni.

„Ég þarf nokkra daga til að jafna mig," sagði Redknapp við enska fjölmiðla í gær. „Það hefur enginn haft samband við mig frá enska sambandinu. En ef mér myndi bjóðast þetta tækifæri yrði ég að íhuga það."

„En það kæmi mér mjög á óvart ef ég myndi ekki klára tímabilið með Tottenham. Ég sé enga ástæðu fyrir því að ég ætti að hætta hjá félaginu áður en tímabilinu lýkur."

Þrátt fyrir allt eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Redknapp verði ráðinn landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×