Enski boltinn

Henry: Ég vildi þakka fyrir mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Henry fagnar í dag.
Thierry Henry fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images
Thierry Henry var þakklátur stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann gaf þeim frábæra kveðjugjöf í dag. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Arsenal á Sunderland.

Henry er í láni frá New York Red Bulls og var í dag að spila sinn síðasta deildarleik með Arsenal áður en hann heldur aftur til Bandaríkjanna.

„Ég veit að þetta var síðasti leikurinn í úrvalsdeildinni og ég vildi þakka fyrir mig. Það er samt aldrei hægt að segja aldrei (um hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans í búningi Arsenal)," sagði Henry við enska fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Mér leið bara eins og stráklingi sem væri að skora fyrir liðið sem hann elskar. Ef Arsenal þarf hjálp mína einn daginn þá verð ég á svæðinu."

Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. „Varamenn vilja koma inn á og hjálpa sínu liði. Maðurinn sem skorar fær hrósið en fyrirgjöfin frá Andrey Arshavin var fullkomin."


Tengdar fréttir

Henry tryggði Arsenal sigur | Everton lagði Chelsea

Sex leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry var enn og aftur hetja Arsenal og Everton vann góðan sigur á Chelsea. Þrjú Íslendingalið voru í eldínunni og töpuðu öll í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×