Enski boltinn

Bramble neitar kæru um kynferðislega áreitni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Titus Bramble, leikmaður Sunderland, kom fyrir rétt í Englandi í gær þar sem hann svaraði fyrir kæru um kynferðislega áreitni. Lýsti hann yfir sakleysi sínu fyrir dómara.

Tvær konur bera hann sök vegna atvika sem áttu sér stað þann 28. september síðastliðinn. Ákæruliðirnir voru alls fjórir og neitaði hann sök í þeim öllum.

Bramble tók sér hlé frá boltanum eftir að hann var handtekinn á sínum tíma en spilaði þó fjóra leiki í desember eftir að Martin O'Neill tók við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Hann á hins vegar við meiðsli að stríða þessar vikurnar og er ekki búist við því að hann geti spilað á ný fyrr en í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×