Enski boltinn

Villas-Boas: Ekki lengur raunhæft að ná fyrsta eða öðru sæti

Villas-Boas.
Villas-Boas.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segist ekki hafa neinar áhyggjur af sínu starfi hjá félaginu en viðurkennir að hann verði að skila liðinu í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Chelsea er sem stendur ekki í Meistaradeildarsæti sem stendur en liðið féll í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina er það tapaði gegn Everton. Chelsea er nú 17 stigum á eftir toppliði Man. City.

"Ég hef ekki áhyggjur af mínu starfi. Nú erum við í fimmta sæti og við vitum hver okkar markmið eru. Það er enn nóg eftir og Meistaradeildarsæti er lágmarkskrafa á okkar lið," sagði Villas-Boas.

"Við þurfum á því að halda og gerum ráð fyrir að ná því markmiði. Fyrstu tvö sætin eru ekki lengur raunhæf markmið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×