Enski boltinn

Hazard ekki búinn að skrifa undir hjá Spurs

Hazard í leik gegn Inter í Meistaradeildinni.
Hazard í leik gegn Inter í Meistaradeildinni.
Franskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að belgíski famherjinn Eden Hazard hefði ákveðið að taka tilboði Tottenham. Leikmaðurinn segir það ekki vera alveg rétt.

"Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt," sagði Hazard. "Kannski fer ég þangað. Þetta er flott félag með góða leikmenn og frábæran þjálfara."

Hinn 21 árs gamli Hazard er afar eftirsóttur en Man. Utd, Man. City, Chelsea og Arsenal hafa ölll sýnt áhuga á honum síðustu mánuði.

Hazard leikur með Lille í Frakklandi en hefur gefið í skyn að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×